Stuðlar
Angurvær veröld sem var
Flygill, horn og fiðla í rómantísku samspili
Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari er fædd á Húsavík. Að loknu námi við Menntaskólann
á Akureyri og Tónlistarskólann á Akureyri hélt Lára til Bretlands þar sem hún stundaði framhaldsnám. Hún lauk prófi
árið 2006 frá The Royal Welsh College of Music and Drama. Lára starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskólann á Akureyri og
verkefnastjóri í Menningarhúsinu Hofi. Hún kemur reglulega fram með ýmsum tónlistarhópum og stundar nám í
barokk-fiðluleik.
Helgi Þorbjörn Svavarsson hornleikari er fæddur á Sauðárkróki. Helgi lauk blásarakennaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík 1990. Að því loknu hélt hann til Noregs þar sem hann lagði stund á hornleik,
hljómsveitarstjórn og skólastjórn við Norska tónlistarháskólann. Helgi starfar nú sem verkefnastjóri og ráðgjafi
hjá SÍMEY og sinnir hljóðfærakennslu samhliða því starfi.
Daníel Þorsteinsson píanóleikari lauk framhaldsprófi frá Sweelinck tónlistarháskólanum í Amsterdam
árið 1993. Hann hefur komið fram víða um heim og leikið tónlist af ýmsu tagi inn á fjölda hljómdiska. Daníel hefur samið og
útsett tónlist fyrir leikhús, söngvara og kóra. Hann kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar,
starfar sem organisti og kórstjóri við Laugalandsprestakall í Eyjafirði og er stjórnandi Kvennakórs Akureyrar.