Stuðlar
Á efnisskránni eru tríó fyrir óbó, fagott og píanó eftir Michael Head (1900-1976), Jean Françaix (1912-1997), Pál
Barna Szabó (1970), Ingólf Magnússon (1980), Francis Poulenc (1899-1963) og Ayser Vançin (1948).
Dagbjört Ingólfsdóttir er Akureyringur. Hún lauk mastersgráðu í fagottleik og kammermúsík við Tónlistarháskólann í Osló og útskrifaðist vorið 2000 frá sömu stofnun sem fagottkennari og tónmenntakennari. Dagbjört hefur m.a. starfað sem fagottleikari í Noregi og sem kennari við Tónlistarskólann á Akureyri.
Gillian Haworth er ensk að uppruna og stundaði nám við Dartington College of Arts. Að loknu BA-námi í tónlist flutti hún til Reyðarfjarðar þar sem hún er skólastjóri tónlistarskólans, blásarakennari og kórstjóri.
Páll Barna Szabó er fæddur og uppalinn í Ungverjalandi. Hann stundaði fyrst píanónám en lærði síðan einnig að leika á fagott. Hann fékk tréblásturskennararéttindi árið 1993 og lauk mastersprófi í fagottleik 2 árum síðar. Hann starfaði í heimalandi sínu sem fagottleikari í sinfóníuhljómsveit frá 1990 til 1996. Páll starfar nú sem tónlistarkennari í Tónlistarskólanum á Dalvík og á Akureyri.