Sturtuhausinn, Pabbinn finnur afann og Hlýnun
Helgin í Hofi hefst í kvöld þegar Verkmenntaskólinn á Akureyri heldur sína árlegu söngvakeppni, Sturtuhausinn. Miðasala er í fullum gangi á mak.is. Kynnar verða Villi Jr. og Keli Pelikani en enginn annar en Friðrik Dór kemur og skemmtir áhorfendum. Dómarar eru Bryndís Ásmunds, Ívar Helgason og Jónína Björt. Viðburðurinn hefst klukkan 20.
Á laugardagskvöldinu er komið að verkinu Pabbinn finnur afann. Leikararnir Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson leiða nú saman hesta sína að nýju. Samstarf þeirra ættu flestir Íslendingar að þekkja því þúsundir hafa í gegnum tíðina séð uppsetningar þeirra og kvikmynd. Nú hins vegar standa þeir saman á sviði í fyrsta skiptið. Glænýtt íslenskt verk sem er í senn mjög fyndið og hjartnæmt. Miðasala á mak.is.
Sýning Jonnu, Hlýnun, er enn í fullum gangi í Hofi og er opin þegar húsið er opið. Verkin á sýningunni eru óhefðbundin textílverk sem Jonna segir vísa í ruglið og bullið í neyslu okkar og það sem sé að gerast í heiminum. Öll velkomin á sýninguna.