Styttist í Aðventuveislu SN
Búast má við glæsilegum tónleikum en stórsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Sigríður Thorlacius stíga á stokk ásamt SN og öflugum stúlknakór. Slík samsetning býður upp á stemningu sem leiðir áheyrendur inn í jólaundirbúninginn á ljúfum og fallegum nótum.
Kristján Jóhannsson er fæddur og uppalinn á Akureyri og hefur skapað sér sess sem einn allra fremsti dramatíski tenór okkar tíma. Kristján kveðst þakklátur tækifærinu að koma til Akureyrar og fá að syngja í því einstaka húsi sem Menningarhúsið Hof er. Sigríður Thorlacius sem er landsþekkt fyrir seiðandi söng sinn og fallega sviðsframkomu m.a. með hljómsveitinni Hjaltalín tekur í sama streng en hún segist m.a. viss um að sambland af klassískum söng, dægurlagasöng, stúlknakór og undirspili sinfóníuhljómsveitar bjóði upp á einstaka aðventustund.
Ýmiskonar góðgæti verður í boði í Aðventuveislu SN. m.a. löginJólakötturinn, Ave Maria, Christmas Festival, Geso Bambino, Betlehemsstjarnanog Ó, helga nótt. Einnig verða þrír þættir úr Hnotubrjótnum fluttir svo fátt eitt sé nefnt.
Það ríkir mikill tilhlökkun hjá hljóðfæraleikurum, starfsfólki og einsöngvurum SN og það er ósk allra að Akureyringar, nærsveitungar og aðrir sæki Aðventuveisluna og upplifi með flytjendum sem og áheyrendum sannkallaða jólatöfra.
Uppselt á tónleikana 26. nóvember kl. 18 og örfá sæti laus á aukatónleikana 27. nóvember kl. 16.
Miðasala og nánari upplýsingar í miðasölu Hofs, s. 450 1000 og hér.