Sumarfreistingar Tónlistarfélags Akureyrar
Tónlistarfélag Akureyrar heldur þrenna tónleika í Hofi í júlí undir yfirskriftinni Sumarfreistingar. Þann 1. júlí flytja Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópran og Daníel Þorsteinsson píanóleikari sönglög eftir íslenska höfunda, þau leyfa einnig nokkrum óperuaríum að fljóta með.
Hljómsveitina Mógil skipa þau Heiða Árnadóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Jensson, Eiríkur Orri Ólafsson og Joachim Badenhorst. Þau koma fram á Sumarfreistingum 4. júlí og flytja eigið efni. Tónlist þeirra er blanda af djass-, klassík- og þjóðlagatónlist.
Þórarinn Stefánsson píanóleikari kemur fram á þriðju Sumarfreistingunum þann 10. júlí. Á efnisskrá tónleikanna hljóma íslensk þjóðlög í ólíkri meðhöndlun íslenskra tónskálda.
Nánari upplýsingar og miðasala á vefsíðu Hofs, menningarhus.is.