Sumarljóð í Hofi – Öll velkomin meðan húsrúm leyfir
03.06.2024
Tónleikarnir Sumarljóð fara fram í Hömrum í Hofi sunnudaginn 9. júní. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Listasumars í boði Menningarhússins Hofs og Akureyrarbæjar.
Á tónleikunum munu tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir fara með áheyrendur í svolítið tónlistarferðalag og staldra hvað mest við í sumrinu. Ekki er ólíklegt að þar hitti áheyrendur þjóðskáld á borð við Huldu og Davíð Stefánsson og hver veit nema nokkrir álfar og ef til vill tröll sláist með í för. Það má því búast við fjölbreyttum tónleikum þar sem sumarið verður skoðað frá ýmsum hliðum.
Enginn aðgangseyrir er inn á tónleikana. Öll velkomin með húsrúm leyfir.