Surtsey - Mávaból og Dimmalimm
Á sunnudagsmorgunn er komið að yngstu kynslóðinni til að njóta en þá sýnir Kómedíuleikhúsið ævintýrið um Dimmalimm í Hofi. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En eins og í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt. Sýningin tekur um 40 mínútur og er ætluð áhorfendum átta ára og yngri. Miðasala er í fullum gangi HÉR.
Í Hofi stendur yfir þessa dagana fallega myndlistarsýningin hennar Þórunnar Báru Björnsdóttur, Surtsey – Mávaból. Þórunni Báru er umhugað um samband manns við náttúru og telur að listin hafi hlutverki að gegna við að hvetja fólk til að umgangast náttúrna af hugulsemi og virðingu. Verkunum er ætlað að lyfta upp tilvist smárra en mikilvægra plantna úr vistkerfinu svo sem fléttum og mosum og einnig þeim íslensku plöntum sem hafa náð að festa rætur á hrjóstugu landi og við þekkjum og okkur þykir vænt um. Sýningin Surtsey – Mávaból stendur til 16. febrúar.