Svanasöngur
11.03.2011
Hér er um nýstárlega útfærslu á hinu þekkta tónverki Schuberts að ræða, Schwanengesang, þar sem Lára Stefánsdóttir dansar við flutning þeirra Ágústs Ólafssonar baritónsöngvara og Gerrits Schuil píanóleikara, en sviðsetningu annaðist bandaríski danshöfundurinn Kennet Oberly.
Gagnrýnendur fóru fögrum orðum um sýninguna í ýmsum miðlum;
**** – R.Ö.P., Mbl.
„Skemmtileg, frumleg og athyglisverð sýning“ – J.S., Fbl.
„Virkilega ánægjuleg kvöldstund“ – H.J., Víðsjá
Miðaverð: 2.500
Veittur er 5% afsláttur af miðaverð af miðum keyptum á vefnum. Eldri borgarar, öryrkjar og skólafólk fá einnig 5% afslátt í miðasölu Hofs.