Sýning í tilefni alþjóðlegrar athafnaviku
Í Fjallabyggð og víðar um allt land og eitthvað erlendis, kepptist fólk við að prjóna. Karlar, konur og börn, innfæddir, aðfluttir og fráfluttir, eldri borgarar og unglingar tóku upp prjónana og lögðu sitt af mörkum við framleiðslu trefilsins.
Trefillinn endaði í 11,5 kílómetrum og verður í fyrsta skipti til sýnis innanhúss í Hofi í tilefni alþjóðlegrar athafnaviku.
Í vikunni verður boðið upp á fjölda viðburða alls staðar í heiminum sem eru hugsaðir til þess að kynna fólki leiðir til að nýta hæfileika sína til nýsköpunar, athafnasemi og frumkvöðlahugsunar.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Hofs er einn talsmanna Athafnavikunnar. Hlutverk talsmanna Alþjóðlegrar athafnaviku 2010 er að minna á gildi athafnasemi fyrir samfélagið með umfjöllun og þátttöku í viðburðum. Þeir hafa ólíkan bakgrunn og vekja því athygli á ýmsum þáttum athafnasemi. Allir eiga þeir þó sameiginlegt að vera jákvæðar fyrirmyndir og trúa á mikilvægi nýsköpunar og athafnasemi fyrir íslenskt samfélag! Nánari upplýsingar á http://www.athafnvika.is/.