Sýningarlok - Stemning í Hofi
Sýningarlok um helgina. Í tilefni afmælis Hofs var sett upp ljósmyndasýning í Hamragili með svipmyndum frá viðburðum í Hofi fyrstu tvö starfsár hússins.
Myndirnar á sýningunni eru eftir ljósmyndarana Þórhall Jónsson og Daníel Starrason sem einnig er sýningarstjóri á sýningunni. Auk þeirra eru það áhugaljósmyndarinn Þórgnýr Dýrfjörð og blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson sem sýna.
Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Hofi 13. október næstkomandi.
Í máli og myndum er á áhrifamikinn hátt fjallað um geigvænleg áhrif þeirra á íbúa borganna og öll mannvirki; Um skammtíma og langtímaáhrif á líf og heilsu íbúanna, um eiginleika kjarnorkusprengja og áhrif geislavirkni, um útbreiðslu kjarnorkuvopna og um tilraunir til að hefta útbreiðslu þeirra með alþjóðlegum samningum og frumkvæði einstaklinga og félagasamtaka. Sýningin, sem er ákall til þjóða heims um að útrýma kjarnorkuvopnum, er á vegum The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb.