Takk fyrir komuna
05.05.2017
Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fóru fram síðastliðna helgi. Það var enginn annar en Atli Örvarsson Hollywood stjarna sem lokaði árinu. Það var góður endir á vel heppnuðu dagskrárári en það var uppselt á nær alla tónleika hljómsveitarinnar í vetur. Um 5000 gestir komu á tónleika og það er ljóst að Norðlendingar og landsmenn allir eru miklir unnendur sinfónískrar tónlistar.
Undirbúningur fyrir næsta ár er hafinn og má þar m.a nefna stórtónleika í Færeyjum og upptökur fyrir bíómyndir í einu flottasta hljóðveri á landinu.
Við viljum minna áhugasama á að sala áskriftarkorta fyrir næsta vetur hefst í lok ágúst.