Tenóraveisla framundan í Hofi
Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór heldur tónleika í Hömrum ásamt góðum gestum 27. maí kl. 20 í Hömrum, Hofi. Hinn ungi og bráðefnilegi Hjörtur Ingvi Jóhannsson mun sjá um píanóleik en þeir félagar eru að undirbúa upptökur á geisladisk sem koma mun út í haust. Á efnisskránni verða íslensk sönglög í nýjum og gömlum búningum, dúettar, þýsk ljóðalög og aríur úr óperum eftir Mozart og Puccini.
Tenórinn Sigurður Þengilsson og píanistinn Julian Hewlett verða svo með tónleika í Hömrum, sunnudaginn 29. maí kl. 20.
Þeir ætla að flytja lög úr öllum áttum en á efnisskránni ættu að vera lög við allra hæfi. Þar má nefna þekkt lög eftir Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns, söngleikjalög, léttir ítalskir smellir og frægar tenóraríur.
Nánari upplýsingar í miðasölu Hofs og á vef hússins.