ÞAU, heiðurstónleikar Adele og leitin að Auði
Tónlistin tekur völdin um helgina í Menningarhúsinu Hofi!
Á föstudagskvöldið flytja ÞAU tónleikaveislu í Hofi. ÞAU flytja nýja og spennandi tónlist við ljóð norðlenskra skálda. Hljómsveitina ÞAU skipa Rakel Björk Björnsdóttir, sem hefur getið sér gott orð leik- og söngkona, m.a. í Borgarleikhúsinu þar sem hún lék í sýningunum 9 líf, Matthildur og Room 4.1, og Garðar Borgþórsson gítar- og slagverksleikari sem hefur leikið með hljómsveitum eins og Ourlives og different Turns og jafnframt samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga. Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.
Á laugardagskvöldinu er komið að heiðurstónleikum Adele þegar söngkonurnar Elísabet Ormslev og Stefanía Svavars flytja bestu lög stórstjörnunnar Adele í Hofi ásamt einvala liði listamanna. Ekki missa af tækifærinu til að sjá þessar stórkostlegu söngkonur ásamt frábærum listamönnum flytja lögin sem við öll elskum og þekkjum.
Að lokum minnum við á áheyrnarprufur fyrir Auði í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin. Leitað er að leikkonum á aldrinum 20-35 ára. Prufurnar fara fram í Reykjavík 25. apríl og á Akureyri 1. maí. Nánari upplýsingar hér.