Fara í efni

Þemaþing Norðurlandaráðs í Menningarhúsinu Hofi

Þemaþing Norðurlandaráðs fer fram í Menningarhúsinu Hofi dagana 9. og 10. apríl.

Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga Norðurlandanna. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi, en hátt í 200 gestir sækja þingið að þessu sinni.

Þemaþingin eru haldin í apríl á ári hverju og helguð ákveðnu málefni. Hafið er í brennidepli að þessu sinni, þar sem leitast verður við að svara spurningunni hvað hægt sé að gera til þess að bjarga hafinu. Fjallað verður um hafið út frá ýmsum sjónarhornum. Allar fjórar fagnefndirnar og forsætisnefnd Norðurlandaráðs fjalla um málefni hafsins. Seinni daginn, þann 10. apríl, fer fram þemaumræða á sameinuðum þingfundi um málefni hafsins. Grundvöllur umræðunnar er 14. heimsmarkmiðið í Dagskrá 2030 um sjálfbæra þróun en það fjallar um lífríki hafsins.

Frekari upplýsingar um þingið er að finna HÉR

 

Til baka