Fara í efni

Þrívíddarprentun og sýndarveruleiki í Hofi

Upplýsingatæknifyrirtækið Nýherji heldur ráðstefnuna Stórsnjallar lausnir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri fimmtudaginn 3. apríl. Fyrirlestrar ráðstefnunnar hefjast kl. 14 og munu sérfræðingar Nýherja fjalla um spennandi nýjungar á sviði upplýsingatækni, prentlausna, lífstílstækni og öryggismála. Gestum ráðstefnunnar mun einnig gefast færi á að fikta í allskyns græjum og dóti í græjuhorni ráðstefnunnar, en það opnar kl. 13. Þar ber helst að nefna sýndarveruleikatækið Oculus Rift og spánýjan þrívíddarprentara sem prentar allt milli himins og jarðar. Ráðstefnunni lýkur um kl. 16 en þá verðandi bornar fram hressandi veitingar frá veitingastaðnum 1862.

Skráning á ráðstefnuna og nánari upplýsingar um dagskrá hennar er að finna á vef Nýherja, www.nyherji.is og á hlekknum:
https://www.nyherji.is/um-nyherja/frettir/vidburdir/vidburdur/item81632/Storsnjallar-lausnir-a-Akureyri

Meira kjöt:

Baldvin Esra Einarsson, starfsmaður Nýherja, s: 696 8182

Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja, s: 661 1050

Til baka