Fara í efni

Þrjár systur - Margrét, Þórdís og María

Þær hafa allar tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar, en þetta er í fyrsta skipti sem þær sýna saman. Viðfangsefni þeirra á þessari sýningu eru blóm og við þau fást þær hver á sinn hátt með mismunandi miðlum. Hér fær áhorfandinn að upplifa áhrif blómanna ýmist í fíngerðum þráðum útsaumsins, brothættum og loftkenndum leirrósettum og litsterkum blómum olíumálverksins.

Margrét snýr gjarnan hlutunum á hvolf, snýr röngunni á réttuna og tekur engu sem gefnum hlut. Hér sýnir hún rósettur á gólfinu sem áhorfendur þurfa að ímynda sér að hangi í loftinu og "rauða herbergið hans Mattisse" er orðið að þrívíðu verki. 

Þræðir Þórdísar liggja til fortíðar, hún sækir innblástur í gamlar handverkshefðir formæðranna, hún tínir blóm úr gömlum púðum og af veggteppum og skapar sinn eigin fallega blómaskrúða. 

María leggur upp í andlegt ferðalag inn í risavaxin blómin. Hún bíður áhorfendum að koma með og njóta augnabliksins, hugleiða og upplifa óendanleg ævintýri. 

Nánari upplýsingar um systurnar:

Margrét Jónsdóttir- vinnustofa Gránufélagsgata 48, Akureyri
sími: 4625995
netfang: margretjonsdottir@simnet.is

Þórdís Jónsdóttir - vinnustofa Háilundur 10, Akureyri 
sími: 4625333 - gsm: 8215331
netfang: h10@internet.is

María Sigríður Jónsdóttir - vinnustofa Prato, Ítalía, Gránufélagsgata 48, Akureyri
gsm: +3388360783 - gsm: 8651625
netfang: msj969@gmail.com

Til baka