Þú skilur mig ekki! Málþing um samskipti fjölskyldunnar
29.09.2011
Hvernig geta foreldrar skilið unglingana? Hvernig geta unglingar skilið foreldrana?Hvernig er uppskriftin af réttu tengslunum við fjölskylduna? Þetta er á meðal þeirra spurninga sem leitast verður við að svara á málþinginu.
Frummælendur eru Pétur Broddason, forstöðumaður á Laugalandi, Pétur Guðjónsson, meðferðarfulltrúi á Laugalandi,
Kristján Már Magnússon, sálfræðingur, Jóhannes Kr. Kristjánsson. Rakel segir reynslusögu og fulltrúi frá lögreglunni heldur
einnig erindi. Fundarstjóri er Hilda Jana Gísladóttir. Kristmundur Axel og Jónas Þórir flytja tónlist.