Til eru fræ
Þjóðlagasveitin er hér á ferðinni með sitt sjötta verkefni sem ber heitið Til eru fræ. Verkið er samansafn laga, ljóða og texta frá ýmsum áttum. Þjóðlagsveitin notar ákveðið form sem hefur gefið sýningum sveitarinnar ákveðna sérstöðu með hljóðfæraleik, söng, talkór og leiklist.
Í sýningunni Til eru fræ er tekið á leikriti lífsins. Alvarleika er blandað saman við glens og grín og til aðstoðar eru mættar á svæðið tvær litríkar og geðþekkar persónur; Frú Málfríður Engifersdóttir og Hallbjörg Saffran sem krydda lífið heldur betur og láta mikið að sér kveða í svokölluðu Slúðurhorni.
Á undanförnum árum hefur Þjóðlagasveitin flutt eftirtalin verkefni; Nótt-dagur-Nótt, Síðasta blómið, Í takt við lífið –vertu þú sjálfur, Húsið - Milli tveggja heima og Eilíft andartak.
Hópurinn hefur ferðast víða bæði hér á landi og erlendis og fengið mikið lof fyrir skemmtilegan og nýstárlegan flutning.
Í nóvember 2009 hlaut Þjóðlagasveitin Menningarverðlaun Akraness fyrir framlag sitt til menningar og lista á árinu.
Stjórnandi : S. Ragnar Skúlason
Forsala aðgöngumiða í Hofi og hér fyrir neðan á tenglinum KAUPA MIÐA.
Miðaverð: 1500 kr. fullorðnir, 1000 kr. fyrir eldri borgara og börn 12 ára og yngri.