Fara í efni

Tónleikar Upptaktsins á sunnudaginn

Tónleikar Upptaktsins, tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna, verða í Menningarhúsinu Hofi á sunnudaginn klukkan 17. Það voru 22 verk sem tóku þátt í samkeppninni, en dómnefnd valdi tíu verk sem komust áfram og verða þau flutt á tónleikunum af atvinnuhljóðfæraleikurum.

Unghöfundarnir og verk þeirra :

Aðalheiður Jóna Kolbeins Liljudóttir – Tröll og grjót

Daníel Hrafn Ingvarsson- Who are you tryna fool

Gísli Freyr Sigurðsson- Wicked WonderLand

Heimir Sigurpáll Árnason - Kveðja til þín

Jóhann Valur Björnsson - Uncertain River

Lea Dalstein Ingimarsdóttir – Fuglinn

Mahaut Ingiríður Matharel – XLIX

Óðinn Atlason- Desember

Reginn Ólafur Egilsson- Geimveran

Þórný Sara Arnarsdóttir og Amanda Eir Steinþórsdóttir - Loginn

 

Hljómsveitina skipa:

Daníel Þorsteinsson – píanó og celesta

Emil Þorri Emilsson – slagverk og trommur

Greta Salóme – fiðla og söngur

Kristján Edelstein – gítar

Magni Ásgeirsson - söngur

Phil Doyle – saxafónn og þverflauta

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir - selló

Stefán Ingólfsson – bassi

Vilhjálmur Ingi Sigurðsson - trompet

 

Útsetning verkanna fyrir hljómsveit: Kristján Edelstein og Greta Salóme.

Tónlistarstjóri: Greta Salóme.

Upptakturinn gefur ungu fólki tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum með flutningi listafólks. Nú hafa tíu unghöfundar unnið með listafólki að útsetningu laganna. Afrakstur vinnunnar má sjá og heyra á tónleikunum. Unghöfundarnir eru frá Akureyri og Dalvíkurbyggð á aldrinum 12 – 15 ára.

Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu. Verkefnið er styrkt af SSNE

 

Enginn aðgangseyrir - en það þarf að tryggja sér miða inn á mak.is eða í miðasölu Hofs vegna samkomutakmarkana.

Upptakturinn er þátttakandi í Barnamenningarhátiðinni á Akureyri

Til baka