Auglýst eftir umsóknum í Tónlistarsjóð
Vilt þú halda tónleika í Hofi eða Samkomuhúsinu?
Akureyrarbær auglýsir nú eftir umsóknum í nýstofnaðan Tónlistarsjóð Hofs og Samkomuhússins fyrir starfsárið 2017-2018. Helstu markmið sjóðsins eru að auðvelda ungu tónlistarfólki og þeim sem standa utan stofnana að nýta sér aðstöðuna í húsunum, stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum og nýta þá möguleika sem Hof og Samkomuhúsið hafa upp á að bjóða fyrir tónlistarviðburði.
Umsóknir í sjóðin skulu sendast á netfangið tonlistarsjodur@akureyri.is og fylgja skal greinargóð lýsing á verkefni og markmiðum þess, kostnaðaráætlun og óskir flytjenda um dagsetningu viðburðar.
Síðasti dagur til að skila inn umsóknum er mánudagurinn 29. maí.
Nánari upplýsingar um markmið og úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast HÉR.
Frekari upplýsingar má nálgast hjá Huldu Sif Hermannsdóttur verkefnisstjóra menningarmála og viðburða á Akureyrarstofu.
Netfang hennar er huldasif@akureyri.is.