Treasure Trekkers í Hofi
16.08.2019
Það eru spennandi kvikmyndatónlistarupptökur í gangi í Hofi í dag þar sem tónlist fyrir bandarísku teiknimyndirnar Treasure Trekkers er tekin upp. Norðlenska kvikmyndatónlistaskáldið Atli Örvarsson semur tónlistina og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands spilar undir.
Treasure Trekkers fjallar um ævintýri Mo, Mac og Mip og leit þeirra að mestu fjársjóðum heims. Framleiðendur teiknimyndanna leggja mikla áherslu á að krakkar læri um mikilvægi gjafmildi og örlæti í hverjum þætti og að þeir uppgötvi hvar hinn sanni fjársjóður leynist.