Fara í efni

Trefillinn sem tengdi byggðirnar saman

Í Fjallabyggð og víðar um allt land og eitthvað erlendis, kepptist fólk við að prjóna. Karlar, konur og börn, innfæddir, aðfluttir og fráfluttir, eldri borgarar og unglingar tóku upp prjónana og lögðu sitt af mörkum við framleiðslu trefilsins.

Trefillinn endaði í 11,5 kílómetrum og verður í fyrsta skipti til sýnis innanhúss í Hofi í tilefni alþjóðlegrar athafnaviku.

Aðgangur ókeypis.

Í vikunni verður boðið upp á fjölda viðburða alls staðar í heiminum sem eru hugsaðir til þess að kynna fólki leiðir til að nýta hæfileika sína til nýsköpunar, athafnasemi og frumkvöðlahugsunar. Sjá nánar á http://www.athafnavika.is/.

 

 

 

Sýningunni lýkur kl. 14 föstudaginn 19. nóvember.

Til baka