Tveggja stunda hláturskemmtun í Hofi í kvöld
15.03.2024
Uppistandið Púðursykur fer fram í Hofi í kvöld kl. 19 og 22.
Sýningin hefur slegið rækilega í gegn í vetur og verið sýnd yfir 40 sinnum fyrir fullu húsi í Sykursalnum í Reykjavík.
Púðursykur byggir á grunni uppistandshópsins Mið-Íslands en í sýningunni hafa margir af vinsælustu skemmtikröftum landsins komið fram. Í sýningunni í Hofi koma fram Björn Bragi, Dóri DNA, Emmsjé Gauti, Jóhann Alfreð og Jón Jónsson.
Skotheld tveggja klukkustunda hláturskemmtun sem enginn ætti að missa af. Miðasala hér.