Tvennir tónleikar framundan í Hofi í vikunni
Í vikunni eru tvennir tónleikar í húsinu.
Þorgerðartónleikar verða í Hömrum þriðjudaginn 27. febrúar kl. 20:00. Þetta eru tónleikar til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Á tónleikunum koma fram nemendur á efri stigum TA og flytja fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá. Frítt er inná þessa nemendatónleika en frjáls framlög eru vel þegin.
Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir ljóðatónleikum miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20. Þar koma fram sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir. Þær fagna vorkomunni með norrænum sönglögum en á tónleikunum munu meðal annars hljóma lög eftir E. Grieg, J. Sibelius og Jórunni Viðar auk þess sem þær munu frumflytja lög eftir Guðmund Emilsson. Miðasala er allan sólarhringinn á mak.is og í miðasölunni virka daga kl. 12-18.