Tvö ný íslensk tónverk frumflutt í Hofi
Tónlistarveisla í Hofi 24. nóvember.
Greta Salóme, Daniel Bjarnason, Snorri Sigfús Birgisson, Ravel, Shostakovich og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Þann 24. nóvember verður stórviðburður í Hofi þegar tvö ný íslensk sinfónísk tónverk verða frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Daníel Bjarnason sem fékk þrenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum og var valinn maður ársins í tónlist 2023 mun stjórna frumflutningi á verki sem hann samdi sjálfur til minningar um Jóhann Jóhannsson, frumkvöðul í íslenskri kvikmyndatónlist.
Einnig verður frumfluttur nýr konsert fyrir hljómsveit eftir hið ástsæla tónskáld Snorra Sigfús Birgisson.
Önnur verk verða Boléro eftir Ravel og fiðlukonsert nr. 1 eftir Shostakovich þar sem einleikari á fiðlu verður engin önnur en Greta Salóme
Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason
Miðasala á mak.is