Umræður eftir sýninguna á sunnudaginn
18.11.2022
Umræður verða eftir sýningu Hamingjudaga í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 20. nóvember. Þá mun Hafliði Arngrímsson stýra umræðum sem verða með leikurum og listrænum stjórnendum.
Hamingjudagar eftir Beckett fjallar um takmarkalausan lífsvilja manneskjunnar og ódauðleika bjartsýninnar. Það þykir eitt skemmtilegasta leikrit Nóbelshöfundarins sem lætur gamminn geisa með hrífandi húmor, visku og ólíkindi.
Aðeins örfáir miðar lausir en um næst síðustu sýninguna er að ræða. Miðasala á tix.is.
Hamingjudagar er gestasýning Leikfélags Akureyrar en sýningin var frumsýnd í Menningarhúsinu Hofi.