Uppselt á aðventuveislu SN
Sérstakur gestur tónleikanna er hörpuleikarinn Monika Abendroth en hún hefur unnið mikið með Páli Óskari undanfarin ár. Á efnisskrá tónleikanna er jóla- og aðventutónlist. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Uppselt er á báða tónleikana!
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því á sínu 18. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri, á Austurlandi og víða á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara úr þessum byggðarlögum og þannig stutt við og auðgað tónlistarlíf á landsbyggðinni. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson.