Upptakturinn 2025 opinn fyrir umsóknir
Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Hörpu þar sem áhersla er lögð á að hvetja börn og ungmenni til að semja tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin sem komast áfram vinna að útsetningum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna. Að þessu ferli loknu verða til ný tónverk sem flutt verða á tónleikum og varðveitt með upptöku. Upptakturinn er fyrir börn og ungmenni í 5.-10. bekk í grunnskólum á Norðurlandi eystra.
Markmið Upptaktsins er að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og ungmenni til að semja eigin tónlist. Í gegnum Upptaktinn er hægt að aðstoða börn og ungmenni við að fullvinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju á faglegan hátt og svo er þeim gefið tækifæri á að upplifa eigið tónverk í flutningi fagfólks við kjöraðstæður í Menningarhúsinu Hofi.
Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin: Upptakturinn 2025.
Allar nánari upplýsingar hérna
Verkefnastjóri Upptaktsins er Kristín Sóley Björnsdóttir sem veitir fúslega allar nánari upplýsingar í gegnum upptakturinn@mak.is og í síma 450-1007.
Tónlistarstjóri: Greta Salóme tónlistarkona.
Útsetning verka með þátttakendum og leiðbeinendur í vinnusmiðjum: Greta Salóme tónlistarkona og Kristján Edelstein tónlistarmaður.