Útgáfutónleikar Bubba Morthens og Sólskugganna
Bubbi mætir ásamt öllum þeim fjölmörgu listamönnum sem lögðu hönd á plóginn við gerð plötunnar. Það má með sanni segja að þetta séu stórtónleikar því að um 10 manns eru með í för.
Undanfarna mánuði hefur Bubbi verið í hljóðveri og kveður við nýjan tón. Er að óhætt að segja að þarna fari Bubbi ótroðnar slóðir því að í sumar kemur ný plata sem inniheldur soul-tónlist þar sem allt efni, líkt og áður, er samið af Bubba sjálfum. Tvö lög ag plötunni hafa heyrst á öldum ljósvakans og notið mikillar hylli. Fyrsta lagið sem fór í spilun nefnist Sól og það seinna heitir Ísabella og hefur það lag verið þaulsetið á toppi vinsældarlista og spilunarlista útvarpsstöðvanna. Platan kemur út á afmælisdag Bubba sem er 6. júní.
SÓLSKUGGARNIR
Sólskuggana, sem er ný hljómsveit Bubba, skipa fantagóðir spilarar. Þeir hafa flestir bakgrunn í soulmúsíkinni og mikla reynslu af spilamennsku. Þeir sem bandið skipa eru
Börkur Hrafn Birgisson Gítar
Daði Birgisson Hljómborð og raddir
Ingi Björn Ingason Bassi
Kristinn Snær Agnarsson Trommur
Sem góðum soul böndum sæmir er á bak við það öflug blásarasveit. Hún er skipuð fremstu blásurum landsins en þeir eru
Jóel Pálsson Tenórsax
Ari Bragi Kárason Trompet
Ragnar Árni Ágústson Baritonsax
Að auki sér svo Kristjana Stefánsdóttir söngdíva um allar raddir á plötunni.
Nánari upplýsingar má finna nýrri og glæsilegri kynningarsíðu um plötuna!