Fara í efni

Útskriftartónleikar Erlu Mistar Magnúsdóttur í Hömrum

Erla Mist Magnúsdóttir heldur útskriftartónleika sína úr rytmísku söng- og hljóðfærakennaranámi við Listaháskóla Íslands mánudaginn 16. janúar kl 17. Tónleikarnir fara fram í Hömrum í Hofi á Akureyri í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og er frítt inn.
Efnisskrá tónleikanna samanstendur af vel völdum lögum úr ýmsum áttum; allt frá dægurlögum og yfir í djass.
 
Aðgangur á tónleikana er ókeypis.
 
Erla Mist hóf tónlistarnám sitt á því að læra á klassískt píanó á aldrinum 8-15 ára að mestum hluta við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þegar hún var 17 ára hóf hún nám í rytmískum söng við Tónlistarskólann á Akureyri. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskóla FÍH og MÍT þaðan sem Erla Mist lauk framhaldsprófi vorið 2019. Haustið 2019 hóf hún síðan nám við LHÍ. Haustinu 2021 varði Erla Mist í skiptinámi við Metropolia: University of Applied Sciences í Helsinki, Finnlandi. Samhliða því að ljúka Bakkalár námi sínu hefur Erla Mist sinnt kennslu við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Tónlistarskólann á Akureyri síðustu mánuði.

 

Frekari upplýsingar eru hér

Til baka