Fara í efni

Útsvar í Hofi

Annars eru allir velkomnir í Hof á föstudagskvöldið til þess að taka þátt í þessum stórskemmtilega viðburði. Þættinum verður einnig varpað á risatjaldi í minni sal Hofs þannig að það má gera ráð fyrir mikilli stemningu í húsinu. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Lið Akureyrar skipa þau Birgir Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir og Hjálmar Brynjólfsson. Í liði Norðurþings eru Kristveig Sigurðardóttir, Stefán Þórsson og Þorgeir Tryggvason.

Umsjónarmenn þáttarins eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.

Af vef RÚV:
Við hófum veturinn hófst með með 24 liðum frá jafnmörgum sveitarfélögum og nú standa eftir tvö. Spennan hefur verið geysimikil í vetur og er enginn vafi á að hún verður það einnig í  lokaþættinum. Bæði lið mæta sjálfsagt einbeitt til leiks í von um að taka Ómarsbjölluna, verðlaunagrip Útsvars, með sér heim í hérað. Verður það lið Norðurþings sem gerir það eða lið Akureyrar? Það kemur í ljós næstkomandi föstudagskvöld.

Til baka