Fara í efni

Valgeir Guðjónsson og gestir

Valgeir er án efa einhver afkastamesti  laga- og textahöfundur í sögu dægurtónlistar á Íslandi. Eftir hann liggja ófáar perlurnar, sem eru flestum landsmönnum kunnar og  hjartfólgnar og hafa fylgt þeim í gegnum tíðina.

Valgeir hefur starfað með kunnum sveitum eins og Stuðmönnum, Spilverki þjóðanna o.fl. ásamt því að eiga farsælan sólóferil. Öll þekktustu lög Valgeirs munu hljóma í Hofi þetta kvöld ásamt óborganlegum frásögnum úr lífi þessa ástsæla tónlistarmanns með fulltingi hljómsveitar og vina bæði úr Stuðmönnum og Spilverkinu.

Sérstakir gestir verða:

Diddú - Ragnhildur Gísladóttir - Jakob Frímann Magnússon

Hljómsveitina skipa valinkunnir tónlistar- og gleðimenn:

Ásgeir Óskarsson trommur - Tómas Tómasson bassi - Jón Ólafsson hljómborð og söngur - Stefán Már Magnússon gítarar og raddir - Eyjólfur Kristjánsson gítar söngur og raddir

Til baka