Fara í efni

Vel heppnað brúðugerðarnámskeið!

Tröll og brúðugerðarfólk úr seinni námskeiðshópnum.
Tröll og brúðugerðarfólk úr seinni námskeiðshópnum.

Það voru kátir krakkar sem gerðu TRÖLLbrúður í Hofi í gær, sunnudaginn 29. janúar, á brúðugerðarnámskeiði í boði Menningarfélags Akureyrar og Norðurorku. Námskeiðið var í umsjón Gretu og Dóru hjá Handbendi brúðuleikhúsi. Haldin voru tvo námskeið sem bæði voru stútfullt af hugmyndaríkum og flottum krökkum og foreldrum þeirra. Það voru því 40 TRÖLL sem litu dagsins ljós í gær. Krakkarnir fengu stutta tilsögn þegar tröllin voru tilbúin um það hvernig þau ættu að bera sig að við stjórna þeim og í lokin þá hnerruðu öll tröll í salnum með miklum látum.

Við viljum þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna og samveruna. 

Ekki er úr vegi að minna í leiðinni á Gestasýningu LA - TRÖLL - sem er ný brúðuleiksýning fyrir fjölskyldur frá Handbendi - Brúðuleikhúsi; atvinnuleikhúsi Norðurlands vestra. Sýningin er innblásin af íslensku þjóðsögunum og er tilvalin fyrir unga áhorfendur ( 3 ára og eldri en sýningartíminn er 55 mín.) 

TRÖLL verður frumsýnsd þann 11. febrúar  og önnur sýning er 12. febrúar í Samkomuhúsinu! Aðeins þessi eina sýningarhelgi!

 Það er hægt að kaupa miða hér, í Hofi og í síma 450 1000.

Til baka