Við auglýsum eftir framkvæmdastjóra
03.12.2015
Menningarfélag Akureyrar ses. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 100% starf. Menningarfélag Akureyrar ses. annast rekstur Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs.
Helstu verkefni: M.a.
- Umsjón með og ábyrgð á daglegum rekstri félagsins
- Umsjón með stefnumótun og eftirfylgni hennar
- Yfirumsjón rekstrar- og fjárhagsáætlana og eftirfylgni þeirra
- Umsjón með starfsmannastjórnun, ráðningum og mannaforráð
- Yfirumsjón með öllu bókhaldi, afstemmingum og uppgjörum
- Leiðir teymisvinnu með sviðsstjórum og vinnur áætlanir í samráði við þá
- Gætir hagsmuna félagsins út á við og er fulltrúi þess í nefndum og ráðum eins og þurfa þykir
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Haldgóð reynsla af rekstri, stjórnun og starfsmannahaldi
- Góð þekking og áhugi á menningarstarfi
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfileikar
- Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2015.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent.