Fara í efni

Við skin norðurljósa - Pólsk veggspjöld

Þann 20. október opnaði sýning í Leyningi í Hofi  sem ber yfirskriftina " Við skin norðurljósa – Pólsk veggspjöld" á Íslandi. Sýningin er hluti af verkefni sem er sambland af sýningum, fyrirlestrum um sögu veggspjaldalistar, vinnustofum og þematengdum sýningum sem eru á dagskrá frá september og fram í nóvember í Reykjavík og á Akureyri. 

Auk Menningarfélagsins hafa Listasafnið á Akureyri, Kartöflugeymslan og Amtsbókasafnið tekið þátt í verkefninu með þematengdum sýningum og fyrirlestrum en viðfangsefni sýningarinnar í Hofi tengist tónlist og leiklist og á því vel við í húsinu. 

Sýningin stendur til 12. nóvember. 

Verkefnið á Íslandi er styrkt af Menntamálaráðuneytinu og Pólland.

Til baka