Fara í efni

Viðburðir vikunnar

Smáinnsýn í meistaraverk

Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á kynningu á Vetrarferð Schuberts í myndum, tali og tónum í Hömrum Hofi, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 17-19. Michael Jón Clarke baritón og Daníel Þorsteinsson munu leiða áheyrendur í gegnum þessu mögnuðu tónverk sem verða síðan flutt af meisturunum Kristni Sigmundssyni og Víkingi Heiðari Ólafssyni, laugardaginn 3. desember kl. 15.00 í Hofi. Kynningin er á vegum Tónlistarskólans á Akureyri og opinn öllum á meðan húsrými leyfir. Aðgangur ókeypis

Óma Íslandslög

Kór Fjarðabyggðar ásamt þeim Óskari Péturssyni tenór og  Daníel Þorsteinssyni píanóleikara flytja íslensk ættjarðarlög á tónleikum í Hofi, 1. desember kl. 20:30. Daníel Þorsteinsson útsetti lögin fyrir kórinn sem verða flutt á tónleikunum. Stjórnandi kórsins er Gillian Haworth.

Vetrarferðin

Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson flytja Vetrarferðina eftir  Franz Schubert á tónleikum í aðalsal Hofs, Hamraborg laugardaginn 3. desember, kl.15.

Schubert samdi Vetrarferðina árið 1827, ári fyrir andlát sitt. Hún er eitt áhrifamesta verk söngbókmenntanna. Kristinn og Víkingur hafa hvor um sig vakið athygli fyrir glæsilegan tónlistarflutning. Þeir fluttu Vetrarferðina í Eldborgarsal Hörpu í júní síðastliðnum við húsfylli og hlutu einróma lof gagnrýnenda og hrifingu tónleikagesta.

Gestir út um allt

Skemmtiþáttur sendur út beint á Rás 2 af sviðinu í Hamraborg. Margrét Blöndal og Felix Bergsson bjóða til sín góðum gestum. Aðalgestir þáttarins, 4. desember eru þau Bergþór Pálsson og Helga Möller. Auk þeirra koma fram: Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri, Söngvasystur frá Húsavík og söngkonurnar Rakel Sigurðardóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir.

Tónlist, leikrit, leiknar auglýsingar, heimilisleg húsráð og óvæntar uppákomur eru á meðal dagskrárliða í þættinum og hljómsveit Hjörleifs Arnar Jónssonar verður að sjálfsögðu á sínum stað. Áhorfendur eru velkomnir í salinn til að taka þátt í gleðinni. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

MIÐASALA OG NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VIÐBURÐI Í HÚSINU MÁ FINNA Á VEF HOFS, WWW. MENNINGARHUS.IS OG Í S. 450 1000.


Til baka