Viltu krydda menningarlífið í Hofi? Menningarfélag Akureyrar leitar að rekstraraðila
Menningarfélag Akureyrar leitar að nýjum rekstraraðila til að sjá um kaffihúsa- og veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi.
Menningarhúsið Hof er staðsett í miðbæ Akureyrar og er eitt af helstu kennileitum bæjarins. Í Hofi fer fram metnaðarfullt menningarstarf, þar er Menningarfélag Akureyrar með skrifstofur sínar og starfsemi ásamt Tónlistarskólanum á Akureyri, og hönnunarversluninni Kistu.
Í Hofi er glæsileg aðstaða fyrir tónleika, veislur, fundi og ráðstefnu. Þar er fullbúið eldhús og góð aðstaða til veitinga- og kaffihúsareksturs. Úr veitingarýminu er fallegt útsýni til suðurs yfir Pollinn.
Umsækjendur skulu hafa reynslu af veitingarekstri og hafa sjálfbærni og gæði í fyrirrúmi í sínum rekstri. Með umsókn skulu fylgja gögn sem veita greinargóðar upplýsingar um umsækjendur, hugmyndir um fyrirhugaðar áherslur og hvernig framboð á veitingum og þjónustu mætir þörfum mismunandi markhópa, hugmyndum um leigugreiðslur, auk hverra annarra þeirra upplýsinga sem umsækjendur telja að nauðsynlegar.
Kröfur til rekstaraðila:
- Bjóða upp á hágæða veitingaþjónustu til gesta Hofs.
- Veitingaþjónusta á ráðstefnum, tónleikum, fundum og öðrum viðburðum sem fara fram í Hofi.
- Samstarf við Menningarfélag Akureyrar vegna viðburða í Hofi.
Upplýsingar veitir Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar eva@mak.is
Hægt er að óska eftir að fá að koma og skoða aðstöðu. Rétt er að taka fram að Menningarfélagið áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna hvaða umsókn sem er án frekari rökstuðnings.
Umsóknir sendist til og með 05.nóvember á netfangið umsoknir@mak.is.