Fara í efni

Viltu sjá söguna þína lifna við á leiksviði?

Leikfélag Akureyrar, í samstarfi við Krakka-Rúv, efnir til leikritunarsamkeppni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.

Samkeppninni verður skipt í tvo flokka; fyrir höfunda á yngsta stigi grunnskóla og höfunda á miðstigi grunnskóla.

Skrifaðu allt að 15 blaðsíðna handrit um hvað sem er! Þú ræður ferðinni. Verður það saga um fjórfætta geimveru sem lendir í sjávarháska eða grimma galdraömmu sem á falinn fjársjóð í kjallaranum… eða bara eitthvað allt annað?

Tvö leikrit verða valin og sviðsett í Samkomuhúsinu með hjálp atvinnuleikhúsfólks!

Farðu inn á krakkaruv.is/sogur og skilaðu inn þínu handriti.

Hægt er að senda inn handrit til 25. apríl 2019. 

Nánari upplýsingar á krakkaruv.is/sogur.

Til baka