Viltu slást í hópinn? Tæknistjóri óskast til starfa
Starf tæknistjóra Leikfélags Akureyrar er auglýst til umsóknar.
Tæknistjóri hjá Leikfélagi Akureyrar vinnur ýmis tæknistörf með aðaláherslu á tæknimál í Samkomuhúsinu. Hann keyrir sýningar og aðra viðburði. Hann sér um viðhald tæknibúnaðar og annast eftirfylgni og gæðaeftirlits tæknikeyrslu á leiksýningum leikfélagsins.
Hann aðstoðar listræna stjónrendur og tæknifólk sem kemur til starfa við sýningar leikfélagsins sem og samstarfs- og gestasýningar. Sinnir daglegum verkefnum í samráði við skipulagsstjóra, leikhússtjóra og tæknistjóra Menningarfélag Akureyrar.
Möguleiki er að ráða inn tvo tæknistjóra í 50% starf.
Helstu verkefni:
- Uppsetning tækja- og húsbúnaðar á sviðinu í samræmi við fyrirliggjandi óskir sýningarstjóra og leikstjóra.
- Umsjón með gæðaeftirliti sýningar LA á sýningartímabili.
- Umsjón og ábyrgð á ljósa- og hljóðkeyrslu tónleika, sýninga eða annarra viðburða.
- Umsjón og ábyrgð á að búnaður sé tilbúinn í tæka tíð fyrir sýningar.
- Aðstoð við sviðsvinnu og upphengi tæknibúnaðar.
- Ábyrgð á að brunavarnarkerfi sé ætið á og allar rásir þess virkar þegar hann yfirgefur húsið.
- Ábyrgð á að húsið sé læst og öryggiskerfi á þegar vakt lýkur.
- Viðhald á tæknibúnaði hússins.
- Móttaka leikhópa og gestasýninga og aðstoð við tæknimenn sem koma í húsið.
- Aðstoð við tæknivinnu í Hofi þegar minna er um að vera í Samkomuhúsinu.
- Önnur dagleg verkefni í samráði við leikhússtjóra, skipulagstjóra og tæknistjóra Menningarfélags Akureyrar.
Leikfélag Akureyrar er rekið af Menningarfélagi Akureyrar sem einnig rekur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof. Um er að ræða 100% starf. Ferilskrá ásamt umsókn, þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni í starfið sendist á umsoknir@mak.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2022. Upplýsingar um starfið gefur Þórunn Geirsdóttir skipulagsstjóri thorunn@mak.is