Vinjettulestur í Hofi
17.03.2012
-
17.03.2012
Höfundurinn, Ármann Reynisson, les upp úr verkum sínum, ásamt séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur á Möðruvöllum og
nemendum úr
Menntaskólanum á Akureyri, þeim: Bergrúnu Andradóttur, Degi Þorgrímssyni, Frey Brynjarssyni, Jennýju Gunnarsdóttur, Sigurbjörgu Björnsdóttur, Sigurgeir Ólafssyni, Silju Björk Björnsdóttur og Sindra Má Hannessyni. Einnig býður MA upp á tónlistaratriði þeirra Ivalu Birnu
Falck Petersen söngkonu, við undirleik Gunnars Atla Eggertssonar.
Allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Vinjettuhátíðir hafa verið haldnar á 29 stöðum á landinu og notið vinsælda. Ein slík var haldin í Amtsbókasafninu á Akureyri í mars 2007
og var þétt setinn bekkurinn. Tónlistaratriði annaðist Kristján Edelstein, gítarleikari. Vinjettuhátíðirnar eru í anda kvöldvökunnar sem haldin var í baðstofum landsmanna í 1000 ár, en lögðust af á fyrrihluta 20. aldar.
Menntaskólanum á Akureyri, þeim: Bergrúnu Andradóttur, Degi Þorgrímssyni, Frey Brynjarssyni, Jennýju Gunnarsdóttur, Sigurbjörgu Björnsdóttur, Sigurgeir Ólafssyni, Silju Björk Björnsdóttur og Sindra Má Hannessyni. Einnig býður MA upp á tónlistaratriði þeirra Ivalu Birnu
Falck Petersen söngkonu, við undirleik Gunnars Atla Eggertssonar.
Allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Vinjettuhátíðir hafa verið haldnar á 29 stöðum á landinu og notið vinsælda. Ein slík var haldin í Amtsbókasafninu á Akureyri í mars 2007
og var þétt setinn bekkurinn. Tónlistaratriði annaðist Kristján Edelstein, gítarleikari. Vinjettuhátíðirnar eru í anda kvöldvökunnar sem haldin var í baðstofum landsmanna í 1000 ár, en lögðust af á fyrrihluta 20. aldar.