Fara í efni

Vinningshafar í Lukkuleik

Loksins tókst okkur að draga út úr Lukkuleiknum okkar góða og upp úr pottinum komu þrír ljónheppnir einstaklingar.

Heiðrún Jóhannsdóttir fékk áskriftarkort fyrir tvo og valdi hún að fara á tónleika Kristjönu Arngrímsdóttur sem verða fluttir í Hamraborg þann 22. nóvember, koma sér í rétta jólaskapið þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur Jólaóratóríu Bachs, skemmta sér með litlu músinni Pílu Pínu í febrúar og hlægja að trúðunum sem takast á við Helga magra með vorinu.

Sigurlaug Sigurðardóttir nældi sér einnig í áskriftarkort fyrir tvo. Hún ætlar að bjóða sínum gesti með sér á hátíðlega tónleika þar sem Jólaóratóría Bachs verður flutt, að kíkja á Finnana í Värttina þegar þau sækja Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heim, í sannkallaða gítarveislu þegar Guðmundur Pétursson flytur einleik á bæði klassískan og rafmagnsgítar í Gítarblóti í Hofi og lokar svo menningarvetrinum í maí með Stórsveit Reykjavíkur sem flytur dillandi jazz ásamt sinfóníuhljómsveitinni í Hofi.

Oddur Andri Hrafnsson kom síðastur upp úr pottinum. Hann valdi vel þegar hann setti Þetta er grín, án djóks inn á kortið sitt, en sýningin hefur fengið frábæra dóma síðan hún var frumsýnd fyrir tæpri viku síðan. Oddur ætlar, eins og Heiðrún að skella sér á tónleikana Kristjana og konur sem verða í Hofi eftir mánuð og eins valdi hann ævintýrið um Pílu Pínu inn á kortið sitt. Nýja árið ætlar að verða sveipað ævintýraljóma hjá þessum dreng því á drauma áskriftarkortinu hans má einnig finna tónleika Grétu Salóme, FROST, en þar munu hún og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja þekkt lög sem meðal annars hafa orðið fræg í Disney myndum.

Við óskum vinningshöfunum okkar til hamingu!

Til baka