Fara í efni

Vissum ekki að við værum tilbúin

Ólafur Arnalds og  Talos gefa út lagið  “We Didn’t Know We Were Ready,”sem var samið í samstarfi við  Niamh Regan og Ye Vagabonds árið 2023. Talos (Eoin French), hinn írski lést hinsvegar í ágúst 2024 aðeins 37 ára að aldri. Fyrir andlát sitt náði hann þó að syngja aðalröddina í þessu lagi sem var tekið upp í samstarfi við Sinfonia Nord og fjölmargir vinir og ættingjar lögðu sín lóð á vogarskálarnar til að gera lagið að því undraverki sem það er.:  Sandrayati, The Staves, JFDR, Memorial, Christof van der Ven, Laoise Leahy, Niamh Regan, Ye Vagabonds, Myles O’ Reilly, Ross Dowling, ásamt eiginkonu Eoin’s (Talos) Steph French lögðu öll sína krafta í þessa frábæru tónsmíð og er það mikill heiður fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (Sinfonia Nord) að taka þátt í svo magnaðari tónsmíð og vera hluti af stuttum en mögnuðum tónlistarferli þessa listamanns.. Guð blessi minningu hans. 

https://www.youtube.com/watch?v=Vw2MavnTeTA

Til baka