Vorið, Sondheim og Tröll
Helgin framundan er fjölbreytt og skemmtileg hjá Menningarfélagi Akureyrar. Í Samkomuhúsinu fara fram sýningar á verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar föstudag- og laugardagskvöld. Aðeins fjórar sýningar eru eftir svo nú fer hver að verða síðastur til að sjá þetta frábæra verk.Tryggðu þér miða strax.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir Sondheim-verkið þekkta, Inn í skóginn í Hofi í kvöld. Verkið tekur fyrir þekktar persónur úr Grimms ævintýrum eins og Öskubusku og Rauðhettu og kannar siðferði sagna þessa í sambandi við daglegt líf okkar.
Leiklistarfélag Verkmenntaskólans á Akureyri sýnir síðustu sýningarnar af Tröll í Hofi á sunnudaginn. Sýningar hafa gengið vel og verkið fengið góða dóma.
Í Hofi stendur einnig yfir myndlistarsýning Erwin van der Werve þar sem myndlistarmaðurinn skoðar hvernig hlutir og efni ákveða rými og skapa samsetningu eða afstöðu.