Lífskúnstnerinn Frímann Gunnarsson býður upp á glæsilega kvöldstund, smekkfulla af hlátri, tónlist og gleði. Það verður ekki þurrt sæti í salnum!
Tónlistaratriði og grín fyrir alla! Ef þú ert ekki með háskólamenntun, engar áhyggjur, Frímann getur auðveldlega komið niður á þitt plan. Hann kann að tala niður til fólks eins og þín! Hann hefur til dæmis, í kjölfar vísindalegra rannsókna, samið frábæra og vandaða brandara sem allir ættu að geta skilið!
Eftir hlé flytur Frímann svo hinn magnaða fyrirlestur „11 Spor Til Hamingju!“ sem getur breytt lífi þínu!
* FYRIRVARI: *Velgengni og árangur eru ekki tryggð og Frímann Gunnarsson og eignarhaldsfélagið Gratia mentis ehf. fría sig allri ábyrgð á að fyrirlesturinn geri þátttakendur hamingjusamari en þeir voru fyrir þátttöku, enda er hamingjan ekki tæknilega mælanleg eining. Mælt er með því að hver og einn þátttakandi sé í það minnsta sátt/ur með líf sitt fyrir þátttöku og eigi ekki við skæða tilvistarkreppu að stríða. Síkum tilfellum er bent á að tala við lærða sérfræðinga í slíkum efnum, þó svo að flestir sem gefa sig út fyrir að vera það séu ekki starfi sínu vaxnir.