Fara í efni
Opinn fundur
Dags Tími
04 .nóv '23 14:00
Málþing á vegum Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum. 
 
Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um útblástur gróðurhúsalofttegunda, breyttar ferðavenjur, aukna nýtingu á innlendri orku, minni sóun og meiri endurvinnslu.
 
Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir opið samtal og skoðanaskipti um umhverfis- og loftlagsmálin á Akureyri, stuðla að aukinni þekkingu og vitund um þau og virkja bæjarbúa til þátttöku.
 
Hver er staðan hér á Akureyri í umhverfis- og loftlagsmálum, hvað gengur vel og hvað þurfum við sem samfélag að gera betur til að takast á við loftslagsvána?
 
Málþingsstjóri er Silja Jóhannesar Ástudóttir, samskiptastjóri Háskólans á Akureyri.
 
Dagskrá:
 
  • Kl. 14.00: Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Kl. 14.15: Inngangserindi. Rut Jónsdóttir, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar: Stefna Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum og mat á stöðunni. Stefán Gíslason, stofnandi og eigandi UMÍS ehf. Environice: Tölulegar upplýsingar um frammistöðu Akureyrarbæjar í loftslagsmálum og mat á stöðunni.
  • Kl. 14.45: Pallborðsumræður I - Hver er sýn ungs fólks á umhverfis- og loftslagsmálin? Hvernig er staðan? Hvað þarf að gera og hvernig? Þátttakendur: Angantýr Ómar Ásgeirsson, nemandi Háskólanum á Akureyri, Anton Bjarni Bjarkason, ungmennaráði Akureyrarbæjar, Heimir Sigurpáll Árnason, ungmennaráði Akureyrarbæjar, Hrafnhildur Fönn Ingjaldsdóttir, nemandi Háskólanum á Akureyri, Lilja Dögun Lúðvíksdóttir, ungmennaráði Akureyrarbæjar, og Telma Ósk Þórhallsdóttir, ungmennaráði Akureyrarbæjar.
  • Kl. 15.40: Kaffihlé
  • Kl. 15.55: Pallborðsumræður II - Lagt mat á stöðuna og horft fram á veginn. Hvað hefur málþingið sagt okkur? Hvað þarf að gera og hvernig? Þátttakendur: Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, varabæjarfulltrúi, Hallgrímur Gíslason, öldungaráði Akureyrarbæjar, Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi, Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims, Rakel Hinriksdóttir, formaður SUNN, Rut Jónsdóttir, frummælandi, og Stefán Gíslason, frummælandi.
  • Spurningar úr sal.
Pallborðsumræðum stýra Valgerður H. Bjarnadóttir, sjálfstætt starfandi fræðikona, og Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ.
 
Málþinginu verður slitið fyrir kl. 17.
 
Allir velkomnir