Hjónin Jacob og Tinna bjóða foreldrum, börnum, systkinum, vinum, pörum… að koma og leika í Acro Jóga í Hamragili í Hofi. Þau munu leiða hópinn í gegnum skemmtilega leiki og æfingar sem munu kitla hláturtaugarnar. Þetta er frábært tækifæri til að hreyfa sig saman, auka/byggja traust ásamt því að auka hreyfifærni og líkamsvitund, leika sér, hlæja og hafa gaman. Margir finna fyrir auknu sjálfstrausti og betri líkamsvitund, fullorðnir finna barnið í sér og flestir koma sjálfum sér á óvart og ná að gera eitthvað sem þeir héldu áður að væri ómögulegt!