Jazzskotið bíóþema með nokkrum af okkar færustu tónlistarmönnum í Hofi í október
Söngdrottningin Andrea Gylfadóttir og bandaríski saxafónsnillingurinn Phillip Doyle, ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, flytja frábær lög úr kvikmyndum á borð við Goldfinger, Smile og Calling you. Um framhald af bíóbandsþema Andreu til margra ára er að ræða sem og vinsælum tónleikum hennar með Doyle í Hofi.
Meistarar á borð við Einar Scheving, Pálma Gunnarsson og Kristján Edelstein ganga til liðs við SN á þessum spennandi tónleikum en Kjartan Valdemarsson hefur útsett lögin og verður hljómsveitarstjóri á þessum sérstöku sinfóníutónleikum.