Sameiginleg sýning ungs fólks frá Íslandi, Ålesundi í Noregi, Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð. Sýningin hefst kl. 17. Öll velkomin. Frítt inn.
Sýningin er afrakstur vinnusmiðju krakkana sem komu saman á Akureyri á norrænu vinabæjarmóti.
Unga fólkið vinnur saman í fimm daga að spennandi verkefnum í nokkrum vinnusmiðjum sem endar svo með sameiginlegri sýningu í Hofi föstudaginn 30. júní kl. 17.00. Söguþráðurinn er þjóðsagan um Djáknann frá Myrká og verður spennandi að sjá hvernig unga fólkið vinnur úr þessari frægu draugasögu með sínum hætti.
Aðgangur að sýningunni er öllum opinn og án endurgjalds.