Daniele Basini, Jón Þorsteinn Reynisson og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir flytja tónlist kvikmyndatónskáldsins ástsæla Ennio Morricone í Hömrum í Hofi í tilefni af 96 ára afmæli hans. Þau leika tónlist úr m.a. Nuovo Cinema Paradiso, Once upon a time in America og nokkrum góðum spagettí-vestrum. Tónlistin er útsett af Daniele Basini.
Myndskeiðum úr bíómyndum Sergios Leone og Giuseppes Tornatore sem undirbúin hafa verið af Sindra Swan verður varpað á skjá fyrir hljóðfæraleikarana á meðan á tónleikunum stendur.