Fara í efni
Verðandi
Dags Tími
08 .sep '23 20:00

Um er að ræða tilvistar- og aðferðafræðilega raun um eðli tónlista. Getur hnitanetaður og óskeikandi metalgítarriþmi Jamesar Hetfields fundið samleið með flæðandi, síbreytilega svarandi og ofurdínamísku klassísku píanói? gímaldin hyggst svara því með 10 nýjum sönglögum sérstaklega útsettum fyrir þetta form. Pálmi Sigurhjartarson sér um undirleik á píanó.

Aðeins einu sinni á Akureyri. Komið, þetta verður bæði fróðlegt og fallegt.

gímaldin er pródúsent og fjölhljóðfæraleikari sem hefur komið fram og gefið út tónlist um árabil, bæði einn sem gímaldin og líka með ýmsum hljómsveitum, og dúettum. Í tónlist byrjaði hann sem heavy metal gítarleikari og hefur lengi verið stefnan að reyna að enda ferilinn í einhverskonar metal - til að fullkomna hringferlið.

Fyrir frekari upplýsingar má leita hér:
http://gimaldin.org/?page_id=141

Pálmi Sigurhjartarson hefur verið starfandi sem atvinnutónlistarmaður síðan 1984 og tekið þátt í gerð fjölda hljómplatna, sem hljóðfæraleikari, útsetjari, upptökustjóri, lagahöfundur og söngvari. Þá hefur hann einnig starfað sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í sjónvarpi, útvarpi og leikhúsi, meðleikari hjá fjölda listamanna og unnið við tónlistarkennslu.

 

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.